fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Foreldrar hennar reyndu að sprengja hana í loft upp – Nú stefnir hún á gullverðlaun á Ólympíuleikunum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. ágúst 2021 07:01

Haven Shepherd. Mynd:Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Haven Shepherd var 14 mánaða festu foreldrar hennar sprengju við líkama hennar. Þau héldu síðan á henni í sameiningu þegar sprengjan sprakk. Fyrir kraftaverk lifði Haven þetta af en foreldrar hennar létust.

„Ég missti bara fótleggina, ég hefði getað dáið,“ hefur Marca eftir henni.

Haven fæddist í Víetnam og voru foreldrar hennar ekki giftir. Það ýtti undir ákvörðun þeirra um að þau gætu ekki búið saman öll þrjú og því skyldu þau öll deyja segir í umfjöllun People um Haven.

Sex mánuðum eftir sprenginguna ættleiddu bandarísku hjónin Rob og Shelly Shepherd hana. „Ég er þeim þakklát fyrir að hafa bjargað mér. Foreldrar mínir gáfu mér allan heiminn,“ sagði Haven um hjónin en hún hefur kallað þau pabba og mömmu alla tíð frá ættleiðingunni.

Haven er góð sundkona og keppir nú á Ólympíuleikum fatlaðra sem standa yfir í Tókýó. Hún hefur æft sund af miklum krafti síðustu árin, oft tvær æfingar á dag. Þessi 18 ára kona keppir í 100 og 200 metra fjórsundi og hún er full sjálfstraust. „Ef ég fer heim frá Tókýó og get borið höfuðið hátt þá er það meira virði en gullverðlaun,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn