fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Pressan

Nýtt kórónuveiruafbrigði fannst í Danmörku – Hugsanlega meira smitandi en Deltaafbrigðið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. ágúst 2021 06:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt afbrigði af kórónuveirunni, kallað AY.3 eða B.1621, hefur fundist í Danmörku. Þetta er undirafbrigði af Deltaafbrigðinu og er talið að það sé hugsanlega meira smitandi en Deltaafbrigðið sem er meira smitandi en önnur þekkt afbrigði.

Berlingske skýrir frá þessu og segir að sjö tilfelli með þessu nýja afbrigði hafi fundist. Afbrigðið kom fyrst fram á sjónarsviðið í Kólumbíu.

Breski eðlisfræðiprófessorinn og „heimsfaraldursstærðfræðingurinn“ Christina Pagel sagði í síðustu viku á Twitter að fullt tilefni sé til að hafa áhyggjur af þessu afbrigði sem hún sagði að vísbendingar væru um að væri meira smitandi en Deltaafbrigðið. Hún sagði að enn væri of snemmt að draga ályktanir um hvort afbrigðið sé meira smitandi en Deltaafbrigðið og ekki sé enn vitað hvort það sé ónæmara fyrir bóluefnum og náttúrulegu ónæmi hjá fólki. Hún benti einnig á að smitum af völdum þessa afbrigðis fjölgi nú ört í Bretlandi og Bandaríkjunum. Í Suðurríkjum Bandaríkjanna, þar sem margir hafa efasemdir um bóluefnin gegn kórónuveirunni, er þetta nýja afbrigði á bak við 40% af smitunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Syrgjandi mæður úthúða stjörnunni

Syrgjandi mæður úthúða stjörnunni
Pressan
Í gær

Þetta eru ókostirnir við airfryer sem sölumenn gleyma oft að nefna

Þetta eru ókostirnir við airfryer sem sölumenn gleyma oft að nefna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærsti ísjaki heims stefnir á eyju eina og gæti ógnað lífi milljóna mörgæsa

Stærsti ísjaki heims stefnir á eyju eina og gæti ógnað lífi milljóna mörgæsa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýtt hættumat – Mikil ógn steðjar að Danmörku

Nýtt hættumat – Mikil ógn steðjar að Danmörku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ósáttir við borðspil – Vanvirðing við okkur

Ósáttir við borðspil – Vanvirðing við okkur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verðandi milljarðamæringur myrti besta vin sinn

Verðandi milljarðamæringur myrti besta vin sinn