Síðasta haust tók sérstök deild lögreglunnar í Gautaborg við rannsókn málsins en sú deild einbeitir sér að gömlum óupplýstum sakamálum. Aftonbladet segir að í gær hafi karlmaður á sjötugsaldri verið handtekinn grunaður um að hafa myrt Helenu. Haft er eftir Jenny Karlsson, saksóknara, að nýjar upplýsingar hafi komið fram í málinu og hafi þær orðið til þess að maðurinn var handtekinn.
Maðurinn bjó í Mariestad þegar Helena hvarf. Rannsókn lögreglunnar hefur ekki varpað ljósi á hvort þau þekktust en lögreglan telur að maðurinn hafi verið einn að verki þegar hann myrti Helenu. Nafn hans hafði áður komið upp við rannsókn málsins en þá var hann ekki grunaður um morðið.