Í samtali við Süddeutsche Zeitung sagði hann að í hans augum snúist þetta ekki um hælisleitendur heldur um markvissa móttöku innflytjenda til að fylla upp í göt á vinnumarkaðnum. Hann sagði að það vanti starfsfólk í nær allar greinar atvinnulífsins. „Það verður alls staðar skortur á faglærðu starfsfólki. Allt frá fólki í umönnunarstörfum til háskólafólks,“ sagði hann.
Hvað varðar andstöðu við innflytjendur sagði Scheele að hún væri ekki skynsamleg. „Þú getur tekið þér stöðu og sagt: „Við viljum ekki útlendinga.“ En það gengur ekki upp. Staðreyndin er að Þýskaland er að verða uppiskroppa með vinnuafl,“ sagði hann.
Vegna lýðfræðilegrar þróunar í landinu mun Þjóðverjum á vinnumarkaði fækka um tæplega 150.000 á þessu ári og á næstu árum fjölgar þeim enn frekar.
Hann sagði að hægt sé að leysa vandann með því að mennta ófaglært fólk og fólk sem hefur misst vinnuna vegna nýrrar tækni eða með því að fá konur, sem vinna hlutastörf, til að vinna meira. En fyrst og fremst þarf að fá innflytjendur til landsins sagði hann.