„Við vonum að Talibanar átti sig á að eina lausnin er að setjast við samningaborðið,“ sagði hann í gær en bætti við að ef ekki verði hægt að setjast við samningaborðið séu hersveitir hans reiðubúnar til að berjast gegn Talibönum. „Þeir munu verjast, þeir munu berjast, þeir munu berjast gegn sérhverri einræðisstjórn,“ sagði hann og bætti við að Talibanar muni ekki endast lengi ef þeir halda áfram á sömu braut og fram að þessu. „Við erum reiðubúnir til að verja Afganistan og við vörum við blóðsúthellingum,“ sagði hann.
Hann sagði að her hans sé byggður upp á hermönnum úr afganska stjórnarhernum og sérsveitum hans auk liðsmanna nokkurra vopnaðra hópa í héraðinu.
Panjshir hefur lengi verið þekkt sem hérað þar sem mikil andstaða hefur verið við Talibana.