Talibanar hafa nú haft Kabúl á sínu valdi í um viku en Bandaríkjamenn hafa alþjóðaflugvöll borgarinnar á sínu valdi.
„Bandaríkin, með styrk sinn og búnað, hafa ekki getað komið á reglu við flugvöllinn. Það er friður um allt land nema á flugvellinum í Kabúl,“ sagði Amir Khan Mutaqi, talsmaður Talibana.
Reuters hafði eftir ónafngreindum heimildarmanni hjá NATO í gær að minnst 20 hafi látist í og við flugvöllinn síðustu sjö daga. Ekki er vitað hvað varð öllum að bana en vitað er að nokkrir tróðust eða krömdust til bana í mannþrönginni.
Fólk streymdi enn til flugvallarins í gær í von um að komast úr landi.
Talibanar komu upp röðum við flugvöllinn í gær með því að skjóta upp í loftið og berja fólk með prikum að sögn sjónarvotta. „Þetta hefur flýtt ferlinu,“ sagði James Heappey, varnarmálaráðherra Bretlands, í samtali við BBC.