Þetta segir Karolina Ekholm, prófessor í þjóðarhagfræði, í athugasemd við nýjar tölur yfir þróun fasteignaverðs í Svíþjóð frá 2011. Samantektin er byggð á tölum frá samtökum fasteignasala. Samkvæmt þeim þá hefur meðalverð einbýlishúsa í landinu hækkað um tæplega 400 sænskar krónur á dag, hvern einasta dag síðustu 10 árin. Í vinsælustu sveitarfélögunum er hækkunin mun meiri.
Í Danderyd, sem er ríkasta sveitarfélag landsins, hafa einbýlishús að meðaltali hækkað um 2.000 sænskar krónur á dag síðustu 10 árin. Þetta þýðir að meðaltalshækkunin á hús er 7,4 milljónir sænskra króna en það svarar til um 108 milljóna íslenskra króna.
Danderyd er í námunda við Stokkhólm og eins og kemur kannski ekki mörgum á óvart þá hefur fasteignaverð hækkað mest í og nærri höfuðborginni. Í Lidingö, Solna og Sundbyberg hefur verið einbýlishúsa hækkað um að minnsta kosti 1.000 sænskar krónur á dag síðustu 10 árin.
Í heildina hefur fasteignaverð í Svíþjóð hækkað um 89% síðustu 10 árin en það er mikill munur á verði og hækkunum á milli sveitarfélaga.