Í nýrri rannsókn rannsökuðu vísindamenn 1.242 samskipti simpansa í ýmsum dýragörðum. ScienceAlert skýrir frá þessu.
Þeir komust að því að aparnir blikka á sérstakan hátt og gefa önnur merki til að gefa til kynna að þeir séu að hefja samskipti eða ljúka þeim, til dæmis leik eða þrifum á hver öðrum. Meðal áþreifanlegra merkja var snerting, að haldast í hendur og mjúkir samslættir höfða.
Aparnir notuðu „upphafsmerki“ og blikkuðu augunum í allt að 90% tilfella þegar þeir ætluðu að fara að leika sér. Þegar samskiptum lauk notuðu þeir „kveðjumerki“ í allt að 92% tilfella. Þegar horft var til stöðu apanna í hópnum og vináttu þeirra við aðra apa þá kom í ljós að þeim mun betri vinir sem þeir voru, þeim mun minni tíma eyddu þeir í að kasta kveðju hver á annan.