fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Merk uppgötvun um hegðun mannapa – Ekki ólík hegðun og hjá mönnum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 22. ágúst 2021 14:30

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa gert merka uppgötvun varðandi hegðun mannapa. Flest þekkjum við að fólk kinkar aðeins kolli eða segir til dæmis: „Hvernig gengur?“ til að hefja samtal eða kveður með því að segja: „Sjáumst“. Nú hafa vísindamenn komist að því að mannapar nota svipaða samskiptahætti.

Í nýrri rannsókn rannsökuðu vísindamenn 1.242 samskipti simpansa í ýmsum dýragörðum. ScienceAlert skýrir frá þessu.

Þeir komust að því að aparnir blikka á sérstakan hátt og gefa önnur merki til að gefa til kynna að þeir séu að hefja samskipti eða ljúka þeim, til dæmis leik eða þrifum á hver öðrum. Meðal áþreifanlegra merkja var snerting, að haldast í hendur og mjúkir samslættir höfða.

Aparnir notuðu „upphafsmerki“ og blikkuðu augunum í allt að 90% tilfella þegar þeir ætluðu að fara að leika sér. Þegar samskiptum lauk notuðu þeir „kveðjumerki“ í allt að 92% tilfella. Þegar horft var til stöðu apanna í hópnum og vináttu þeirra við aðra apa þá kom í ljós að þeim mun betri vinir sem þeir voru, þeim mun minni tíma eyddu þeir í að kasta kveðju hver á annan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð