Osiris-Rex hefur fylgst með og rannsakað Bennu síðan 2018 en er nú á leið aftur til jarðar með steina og ryk af loftsteininum og er geimfarið væntanlegt til jarðar 2023. Sky News skýrir frá þessu.
Fram kemur að ferðin hafi veitt vísindamönnum nýjar upplýsingar og meiri skilning á ferðum loftsteinsins næstu aldirnar. 24. september 2182 er nú dagur þar sem jörðinni getur stafað mikil hætta af Bennu. Davide Farnocchia, hjá Near Earth Object Studies miðstöð bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA, segir að litlar líkur séu á að Bennu lendi í árekstri við jörðina á næstu öld og því eigi fólk ekki að hafa of miklar áhyggjur af því.