fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Líkurnar á að loftsteinninn Bennu lendi í árekstri við jörðina eru meiri en áður var talið

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 21. ágúst 2021 22:00

Bennu. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkurnar á að loftsteinninn Bennu lendi í árekstri við jörðina eru meiri en áður var talið. Áður var talið að líkurnar á árekstri næstu 200 árin væru 1 á móti 2.700 en nú eru þær 1 á móti 1.750. Þetta er tilkomið vegna nýrrar vitneskju vísindamanna um loftsteininn eftir að geimfarið Osiris-Rex fylgdist með honum í um þrjú ár. Bennu er talinn einn hættulegasti loftsteinninn í sólkerfinu þegar kemur að líkunum á árekstri við jörðina.

Osiris-Rex hefur fylgst með og rannsakað Bennu síðan 2018 en er nú á leið aftur til jarðar með steina og ryk af loftsteininum og er geimfarið væntanlegt til jarðar 2023. Sky News skýrir frá þessu.

Fram kemur að ferðin hafi veitt vísindamönnum nýjar upplýsingar og meiri skilning á ferðum loftsteinsins næstu aldirnar. 24. september 2182 er nú dagur þar sem jörðinni getur stafað mikil hætta af Bennu. Davide Farnocchia, hjá Near Earth Object Studies miðstöð bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA, segir að litlar líkur séu á að Bennu lendi í árekstri við jörðina á næstu öld og því eigi fólk ekki að hafa of miklar áhyggjur af því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Graður höfrungur hrellir Japani

Graður höfrungur hrellir Japani
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki