Samtökin segja að auður hinna ríkustu hafi aukist um sem svarar til um 700.000 milljarða íslenskra króna síðustu 17 mánuði.
Þetta er svo há upphæð að fæstir geta sett hana í samhengi við annað. En til að reyna að setja þetta í samhengi þá jókst auður hinna ríkustu meira síðustu 17 mánuði en síðustu 15 ár til samans!
Í fréttatilkynningu frá Oxfam kemur fram að þessi upphæð myndi duga til að greiða fyrir bólusetningu allra jarðarbúa og til að greiða hverjum og einum þeirra milljóna sem hafa misst vinnuna vegna faraldursins sem svarar til tveggja milljóna íslenskra króna. Ef hinir ríkustu myndu gera þetta ættu þeir samt sem áður meiri peninga eftir að þessu loknu en þeir áttu áður en faraldurinn skall á.