fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Bezos býður NASA milljarðaafslátt af geimfari

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. ágúst 2021 07:30

Jeff Bezos. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í apríl tilkynnti Bandaríska geimferðastofnunin NASA að SpaceX, fyrirtæki Elon Musk, myndi fá samning um smíði geimfars fyrir stofnunina. Geimfarið á að vera tilbúið 2024 og geta flutt geimfara til tunglsins. Einn af keppinautum SpaceX um verkefnið var Blue Origin, fyrirtæki Jeff Bezos, stofnanda netverslunarinnar Amazon.

Bezos hefur ekki gefið upp alla von um að fá að smíða geimskipið fyrir NASA og hefur nú boðið stofnuninni tveggja milljarða dollara afslátt af því gegn því að fá að smíða geimfar fyrir stofnunina.

Þegar NASA valdi SpaceX sögðu talsmenn stofnunarinnar að þeir hefðu valið eitt fyrirtæki því hún hefði ekki efni á að láta tvö fyrirtæki keppa um verkefnið. En nú reynir Bezos að komast inn í verkefnið með því að bjóða góðan afslátt.

„Vegna fjárskorts féll NASA frá upphaflegri áætlun um að vera með tvö fyrirtæki í verkefninu. Þetta tilboð ryður þeirri hindrun úr vegi. Án samkeppni mun tungláætlun NASA, bæði til skamms tíma og langs, seinka og verða dýrari. Það þjónar ekki hagsmunum þjóðarinnar,“ segir í bréfi Bezos til NASA.

Samningur SpaceX við NASA er upp á tæplega þrjá milljarða dollara. Samningurinn er hluti af Artemisáætluninni en með henni á að afla reynslu með nýjum tunglferðum, reynslu sem nýtist þegar fólk verður sent til Mars á næsta áratug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Graður höfrungur hrellir Japani

Graður höfrungur hrellir Japani
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki