CNN skýrir frá þessu og hefur eftir Ken Wilsbach, hershöfðingja og yfirmanni kyrrahafsdeildar flughersins, að aldrei fyrr hafi svo margar F-22 vélar verið við æfingar samtímis í Kyrrahafi.
F-22 eru fullkomnustu orrustuþotur heims en þær eru illsjáanlegar á ratsjám og búnar fullkomnasta tæknibúnaði sem völ er á.
Með því að senda vélarnar til æfinga í Kyrrahafi er kínverskum ráðamönnum sendu skýr skilaboð en mikil spenna er í samskiptum Bandaríkjanna og Kína vegna Taívan en Kínverjar hafa hótað að beita hervaldi til að leggja eyjuna undir sig. Einnig er mikil spenna á milli ríkjanna vegna krafna Kínverja um yfirráð í Suður-Kínahafi.
CNN hefur eftir Carl Schuster, sérfræðingi í varnarmálum og fyrrum yfirmanni stjórnstöðvar bandaríska heraflans í Kyrrahafi, að með því að senda svona margar flugvélar sé verið að sýna Kínverjum að Bandaríkin geti með skömmum fyrirvara sent fjölda flugvéla af þessari tegund á vettvang ef þörf krefur. Fleiri fimmtu kynslóðar orrustuþotur en Kínverjar eiga samtals en þeir eiga 20 til 24 slíkar vélar en Bandaríkjaher á um 180.