Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að eldar hafi verið kveiktir í Kabyle í Alsír á mánudag í síðustu viku og hafi orðið að minnsta kosti 47 íbúum héraðsins að bana og 28 hermönnum auk þess sem búfénaður drapst og gróður eyðilagðist.
Yfirmaður lögreglunnar í héraðinu sagði á sunnudaginn að Ismail hafi komið á vettvang á miðvikudaginn til að aðstoða við slökkvistörf. Hann var þá ranglega sakaður um að hafa kveikt eldana og réðst æstur múgur inn á litla lögreglustöð í bænum Larbaa Nath Irathen, þar sem hann naut verndar, og dró hann út á götu og gekk í skrokk á honum og kveikti að lokum í honum. Yfirmaður lögreglunnar sagði að lögreglumenn hefðu ekki viljað skjóta á múginn því þeir óttuðust að þá myndi ástandið versna enn frekar.
Meðal hinna handteknu eru þrjár konur og maður sem stungu Ismail ítrekað áður en eldur var borinn að honum.