fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Kína, Pakistan og Rússland vilja auka áhrif sín í Afganistan

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. ágúst 2021 18:00

Frá Kabúl.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar valdatöku Talibana í Afganistan munu Kína, Pakistan og Rússland reyna að auka áhrif sín í landinu en öll ríkin hafa lýst yfir vilja til að eiga samskipti við Talibana. Það er þó ekki hægt að segja að þau séu mjög æst í það, frekar að þau vilji sjá hvernig málin þróast og vera í samskiptum við Talibana í þeirri von að hægt verði að eiga í góðum samskiptum við þá þannig að ríkin hafi áhrif á gang mála í Afganistan.

Undir niðri kraumar ótti við að Afganistan verði enn á ný vígi hryðjuverkamanna sem muni síðan láta til skara skríða utan Afganistan, þar á meðal í ríkjunum þremur.

Þetta kemur fram í umfjöllun The Guardian sem bendir á að Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, hafi sagt Talibana hafa „brotið hlekki andlegrar ánauðar í Afganistan“ og Siraj ul Haq, leiðtogi eins helsta stjórnmálaflokks landsins, sagði að Talibanar hafi frelsað land sitt undan oki stórvelda og úr yrði fyrirmyndarríki undir íslamskri stjórn. Pakistanar hafa lengi verið sakaðir um að aðstoða Talibana.

Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins sagði að Kínverjar séu reiðubúnir til að þróa „gott og vinsamlegt samband við nágranna sína og starfa með Afgönum“ og lagði áherslu á að Talibanar hafi lofað að Afganistan verði ekki gróðrarstía fyrir aðgerðir sem beinast gegn Kína.

Rússar hafa byggt stóran hluta af utanríkisstefnu sinni á baráttu gegn hryðjuverkum og þeir hafa brugðist við valdatöku Talibana með raunsærri pólitík að mati The Guardian. Zamir Kabulov, útsendari Rússlands í Afganistan, sagði í gær að hann hefði fyrir löngu komist að þeirri niðurstöðu að miklu auðveldara sé að ná samkomulagi við Talibana en leppstjórnina sem sat áður í Kabúl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð