Norska ríkistúvarpið skýrir frá þessu. Haft er eftir talsmanni lögreglunnar að fórnarlömbin séu á aldrinum 18 til 20 ára og af erlendu bergi brotin. Hinn handtekni er hvítur maður á fertugsaldri.
Lögreglunni var tilkynnt um skothríð á lestarstöðinni klukkan 20.15 í gærkvöldi. Á vettvangi fann lögreglan strax særðan mann og skömmu síðar fann hún annan særðan mann. Meintur árásarmaður var handtekinn nærri vettvangi og skotvopnið fannst nú undir morgun. Lögreglan segir að miðað við þær upplýsingar sem hún hefur þá hafi hann verið einn að verki. Viðkomandi hefur áður komið við sögu hjá lögreglunni. Handtakan gekk snurðulaust fyrir sig.
Lögreglan segir að hinir særðu séu alvarlega særðir.