fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Melania er reið – „Enginn ætti að treysta honum“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. ágúst 2021 05:58

Melania er mjög ósátt. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það heyrist ekki oft frá Melania Trump, eiginkonu Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseta, en nú hefur hún látið heyra í sér og er greinilega öskureið.

Málið snýst um eitt síðasta verk Melania í Hvíta húsinu. Það snerist um endurnýjun á hinum sögufræga Rósagarði sem Jacquelin Kennedy og hinn frægi landslagsarkitekt Bunny Mellon gerðu í upphafi sjöunda áratugarins.

Garðurinn er utan við skrifstofu forsetans og hefur oft verið vettvangur fréttamannafunda, verðlaunaafhendinga og annarra stórra viðburða. En nú hefur  þessi sögufrægi og friðsami garður kveikt harðar deilur í Bandaríkjunum.

Ekki eru allir sáttir við smekk Melania varðandi hönnun garðsins og Demókratar hafa verið sérstaklega gagnrýnir í garð Melania vegna „endurbóta“ hennar á garðinum og telja þeir hana hafa eyðilagt hann algjörlega.

Michael Bescloss, sem er þekktur sagnfræðingur og sérfræðingur um forseta landsins og ýmislegt þeim tengt, birti mynd á Twitter þar sem Rósagarðurinn sést frekar litlaus og blómalaus. „Eyðileggingu Rósagarðsins var lokið fyrir ári síðan og þetta er dapurleg útkoma. Áratuga gömul bandarísk saga er horfin,“ skrifaði hann.

Þetta fór ekki fram hjá Melania sem settist við tölvuna og lét heyra í sér á Twitter. „Michael Beschloss hefur sýnt fram á þekkingarleysi sitt með því að birta mynd af Rósagarðinum þegar hann var rétt að taka við sér. Heilbrigðar og litríkar rósir prýða Rósagarðinn. Villandi upplýsingar hans bera merki lyga og enginn ætti að treysta honum sem faglegum sagnfræðingi,“ skrifaði Melania.

Talskona hennar sagði í samtali við CNN að bandaríska þjóðin eigi heiðarleika skilið og að vinna Melania við garðinn hafi verið byggð á miklum rannsóknum á sögu hans og þörfum nútímans. Að gera lítið úr þessari vinnu sýni viðhorf fjölmiðla í hennar garð.

Hún hefur meðal annars verið sökuð um að hafa fjarlægt upprunalegar plöntur úr garðinum en rannsókn Reuters á því leiddi í ljós að það er ekki rétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum