fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Hvað gerðist á Mars? Hvað varð um sýnin sem Marsbíllinn tók?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. ágúst 2021 21:00

Marsbíllinn Perseverance. Mynd: NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var ekki annað að sjá en að allt virkaði eins og það átti að gera þann 6. ágúst þegar Marsbíllinn Perseverance byrjaði að bora í yfirborð Mars til að taka jarðvegssýni. En vísindamönnum hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA brá mjög í brún þegar þeir sáu síðan að títaníumhólkurinn, sem sýnin áttu að fara í, var tómur.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá NASA. Fram kemur að NASA telur ekki að neitt sé að Perseverance, sem kostaði sem nemur um 45 milljörðum íslenskra króna, heldur hafi jarðvegurinn á Mars ekki verið eins og vænst er og því hafi borunin og sýnatakan farið úr skorðum.

Nú verður tíminn notaður til að greina þau gögn sem eru fyrir hendi og afla frekari upplýsinga til að öðlast skilning á af hverju enginn jarðvegur skilaði sér í hólkinn.

Perseverance er með útbúnað til að safna grjót- og jarðvegssýnum á stærð við fingur. Þessum sýnum á að pakka inn og safna saman í hólka úr títaníum. Áður en þeim er pakkað er myndavél notuð til að greina hversu miklu magni hafi verið safnað. Það var einmitt við það ferli sem í ljós kom að jarðvegssýnin voru horfin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvernig deyr fólk úr flensu?

Hvernig deyr fólk úr flensu?