The Guardian skýrir frá þessu. Kyrrahafið hefur lengi verið í sviðsljósinu vegna loftslagsbreytinganna vegna þess hversu háar öldur myndast þar, vegna hitabeltisstorma og vegna þess hversu lágt yfir sjávarborð sumar eyjur þar rísa.
Í skýrslu IPCC kemur fram að draga þurfi úr losun gróðurhúsalofttegunda um helming ef takast á að halda hnattrænni hlýnun undir 1,5 gráðum eins og kveðið er á um í Parísarsáttmálanum. Ákvæðið var sett inn í Parísarsáttmálann eftir harða baráttu Kyrrahafsþjóða fyrir því.
Satyendra Prasad, fastafulltrúi Fiji hjá SÞ sagði í samtali við The Guardian að skýrslan væri dökk og spárnar í henni verri en búist var við. Í henni séu dregnar fram nokkrar þeirra hörmulegu sviðsmynda sem íbúar Kyrrahafsins hafi hugsað um í tengslum við hækkandi sjávarborð og að lágt liggjandi landsvæði muni fara undir sjó. Hugsanlega muni heilu löndin hverfa undir sjó á þessari öld.