fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Mestu hörmungar landbúnaðarins á öldinni

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 15. ágúst 2021 18:00

Frönsk vínekra. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vínframleiðsla Frakka verður mun minni á þessu ári en í venjulegu árferði vegna frosta og rigninga. Í raun stefnir í að uppskeran verði sögulega léleg og landbúnaðarráðherra landsins segir að hér sé um mestu hörmungar landbúnaðarins á öldinni að ræða.

Landbúnaðarráðuneytið væntir þess að uppskeran verði 24 til 30% minni en á síðasta ári og því gæti árið orðið eitt það versta, hvað varðar uppskeru, frá upphafi. „Það lítur út fyrir að bera megi uppskeru ársins saman við uppskeruna 1977 en þá höfðu bæði frost og mikil rigning að sumri til áhrif á uppskeruna,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Næturfrost herjaði á vínræktarhéruð landsins í apríl og fór illa með vínþrúgurnar í mörgum héruðum, má þar nefna BordeauxBourgogne og Champagne. Síðan hefur rignt mikið í sumar og það hefur ekki verið til að bæta ástandið því öll þessi rigning hefur gert mjölsveppi kleift að dafna en það er sníkjudýrs myglusveppur sem leggst á blöð jurta.

Það er ekki nóg með að vænta megi minni uppskeru af vínþrúgum því einnig er reiknað með að uppskera á kíví, apríkósum, eplum og fleiri ávöxtum verði í minna lagi. „Þetta eru líklega mestu hörmungar landbúnaðarins á öldinni,“ segir Julien Denormandie, landbúnaðarráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist