fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Kanadamenn vilja innflytjendur til landsins

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 15. ágúst 2021 07:30

Innflytjendur eru velkomnir til Kanada. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadísk yfirvöld vilja gjarnan fleiri innflytjendur til landsins en á þessu ári vilja þau taka á móti 401.000 innflytjendum. En heimsfaraldur kórónuveirunnar gerir þeim erfitt fyrir við að ná þessum fjölda. Af þessum sökum beina þau nú sjónum sínum og aðgerðum að því að reyna í auknum mæli að halda í innflytjendur sem eru nú þegar í landinu.

Þetta er fólk sem uppfyllir hugsanlega ekki skilyrðin fyrir að fá að vera áfram í landinu en yfirleitt er litið til menntunar fólks og starfsreynslu þegar kemur að úthlutun landvistarleyfa. The Washington Post skýrir frá þessu.

Marco Mendicion, ráðherra innflytjendamála, sagði í samtali við blaðið að innflytjendur séu hluti af áætlun ríkisstjórnarinnar um að hraða endurreisn efnahagslífsins og styrkja stöðu þess til framtíðar.

Ríkisstjórnin hefur gripið til margvíslegra aðgerða í þessu skyni og hefur þeim og fjölgun innflytjenda almennt verið vel tekið.

Áður en heimsfaraldurinn skall fjölgaði Kanadamönnum á hraða sem hefur ekki sést áratugum saman og var fólksfjölgunin meiri en hjá hinum ríkjunum í hópi G7. Aðalástæðan var mikill fjöldi innflytjenda miðað við tölur frá kanadísku hagstofunni en samkvæmt þeim stóðu innflytjendur á bak við 86% af fjölguninni 2019. Það ár fengu 314.175 innflytjendur varanlegt dvalarleyfi en 2015 voru þeir 271.840. Áhrifa heimsfaraldursins gætti mjög á síðasta ári og aðeins voru gefin út 184.595 varanleg dvalarleyfi en fyrirhugað var að gefa út 341.000 slík leyfi. Þetta var höfuðverkur fyrir yfirvöld því mjög er treyst á innflytjendur til að vega á móti lágri fæðingartíðni og sífellt hækkandi meðalaldri.

Til að mæta þessum samdrætti á síðasta ári tilkynnti ríkisstjórnin í október síðastliðnum að 401.000 innflytjendur muni fá dvalarleyfi á þessu ári og að leyfin verði 411.000 á næsta ári og 421.000 árið 2023.

Til að ná þessum fjölda er sjónunum nú beint að fólki sem er þegar í landinu og er með tímabundin atvinnuleyfi. Um 90.000 manns er að ræða. Þar af eru um 40.000 námsmenn, 20.000 starfsmenn í heilbrigðisgeiranum og 30.000 starfsmenn í öðrum „nauðsynlegum“ störfum, til dæmis afgreiðslufólk, húsverði og kjötiðnaðarmenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Donald Trump sagður hafa eytt 1,5 milljarði af skattpeningum í að spila golf síðan hann tók við embætti

Donald Trump sagður hafa eytt 1,5 milljarði af skattpeningum í að spila golf síðan hann tók við embætti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zelensky gagnrýnir Trump harðlega: „Það er ekki hægt að taka slíkt alvarlega“

Zelensky gagnrýnir Trump harðlega: „Það er ekki hægt að taka slíkt alvarlega“