fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

„Ég hélt ekki að ég yrði bara drepin“

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 14. ágúst 2021 11:00

Alexandria Ocasio-Cortez. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar bandaríska þingkonan Alexandria OcasioCortez, oft nefnd AOC, var læst inni á skrifstofu sinni í bandaríska þinghúsinu þann 6. janúar þegar æstir stuðningsmenn Donald Trump, þáverandi forseta, réðust á þinghúsið óttaðist hún ekki bara að verða drepin heldur einnig að henni yrði nauðgað.

„Ég hélt ekki að ég yrði bara drepin. Ég hélt að ég myndi einnig lenda í öðru,“ sagði hún í samtali við Dana Bash í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar CNN „Being . . .“.

Bash spurði hana þá hvort það hafi haft áhrif á þessar hugsanir hennar að hún hefur áður orðið fyrir kynferðisofbeldi og sagði AOC þá að það hafi haft áhrif.

Hún sagði einnig að kvenhatur og kynþáttahyggja hafi ýtt undir árásina á þinghúsið. „Kynþáttahyggja hvítra og feðraveldið tengjast á margan hátt. Það er mikið um kynferðislega tengingu í þessu ofbeldi,“ sagði hún.

Hvað varðar fyrsta kjörtímabil hennar sagði hún að það hafi verið erfitt. Hún kom eins og stormsveipur inn á þing fyrir Demókrata eftir að hafa gjörsigrað gamalreyndan og innmúraðan þingmann flokksins í forkosningum hans og síðan í kosningunum í New York. Hún sagði að sumir þingmenn Demókrata hafi ekki enn sætt sig við að hún sitji á þingi og heilsi henni ekki einu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í