fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Pressan

Ástralar greiða frumbyggjabörnum bætur – Voru tekin frá fjölskyldum sínum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 14. ágúst 2021 07:30

Ástralskir frumbyggjar fá nú bætur. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áströlsk yfirvöld ætla að bjóða börnum af ættum frumbyggja, sem voru fjarlægð frá fjölskyldum sínum, bætur. Þeim verða boðnar 75.000 ástralskir dollarar í bætur en það svarar til um 7 milljóna íslenskra króna.

Scott Morrison, forsætisráðherra, tilkynnti þetta nýlega. Frá upphafi tuttugustu aldar og allt þar til um 1970 voru rúmlega 100.000 börn af frumbyggjaættum tekin frá fjölskyldum sínum.

Áströlsk stjórnvöld báðust opinberlega afsökunar á þessu 2008 og sagði þáverandi forsætisráðherra, Kevin Rudd, að þessi „stolna kynslóð“ hefði verið svikin af samfélaginu og að þetta væri „smánarblettur á áströlsku þjóðinni“.

Í kjölfar vaxandi gagnrýni og tilrauna sumra fórnarlambanna til að fá bætur með því að fara dómstólaleiðina hefur ríkisstjórnin nú ákveðið að hluti þeirra frumbyggja, sem voru teknir af fjölskyldum sínum á barnsaldri, og eru enn á lífi eigi rétt á bótum.

„Ég vil segja það opinberlega að við erum ekki bara mjög leið yfir því sem gerðist, við munum líka taka ábyrgð á því,“ sagði Morrison.

Þeir sem eru enn á lífi og voru yngri en 18 ára þegar þeir voru teknir af fjölskyldum sínum í Australian Capital Territory og Northern Territory eiga rétt á bótum. Mörg ríki eru síðan með eigin miskabótakerfi fyrir frumbyggjana.

Bæturnar eru hluti af loforðum ríkisstjórnarinnar um að verja einum milljarði dollara til að bæta lífskjör frumbyggja en þeir eru um 700.000. Stór hluti þeirra lifir á botni samfélagsins hvað varðar efnahag og félagslegar aðstæður. Um 26 milljónir manna búa í Ástralíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Flugfarþegar hvattir til að kaupa ekki ferðatöskur í þessum litum

Flugfarþegar hvattir til að kaupa ekki ferðatöskur í þessum litum
Pressan
Í gær

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borgarstjóri segir af sér eftir skelfileg mistök – Sendi vafasamt myndband á ranga manneskju

Borgarstjóri segir af sér eftir skelfileg mistök – Sendi vafasamt myndband á ranga manneskju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést á voveiflegan hátt skömmu eftir að hafa lent í bílslysi

Lést á voveiflegan hátt skömmu eftir að hafa lent í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra