fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Vinir Trump töpuðu fyrir dómi – Fá máli ekki vísað frá

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. ágúst 2021 20:30

Rudy Giuliani. Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír vinir Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, töpuðu á þriðjudaginn frávísunarmáli gegn fyrirtækinu Dominion. Fyrirtækið hefur höfðað mál á hendur þremenningunum fyrir meiðyrði í kjölfar forsetakosninganna í nóvember en þá sögðu þeir að fyrirtækið hefði tekið þátt í kosningasvindli og hafi hagrætt talningu atkvæða Joe Biden í hag.

Þremenningarnir eru Rudy GiulianiSidney Powell og Mike LindellDominion framleiðir vélar sem eru notaðar við atkvæðagreiðslu í kosningum í Bandaríkjunum.

Carl Nichols, dómari í Washington D.C., úrskurðaði á miðvikudaginn að málinu skyldi haldið áfram og vísaði þar með frávísunarkröfu þremenningana frá. Hann sagði að þeir gætu ekki skýlt sér á bak við tjáningarfrelsi. Hann vísaði einnig kröfu Rudy Giuliani frá um að málarekstrinum skyldi hætt vegna þess að skaðabótakrafan væri ekki nægilega nákvæm.

Talsmaður Dominion sagði að fyrirtækið fagni því að málinu verði haldið áfram og að þremenningarnir svari fyrir orð sín. Dominion krefst sem svarar til um 162 milljarða íslenskra króna í bætur frá þremenningunum. Fyrirtækið kærði á þriðjudaginn tvo íhaldssama fréttamiðla fyrir svipuð ummæli og þremenningarnir létu falla en þeir tóku allir undir staðlausar fullyrðingar Trump um að Joe Biden gæti ekki hafa sigrað í kosningunum án þess að fá hjálp frá kosningavélum Dominion.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“