Jacinda Ardern, forsætisráðherra, sæti því miklum þrýstingi þessa dagana frá einkageiranum og opinbera geiranum um að opna landamærin til að hægt verði að fá fólk til starfa. Meðal þeirra sem þrýsta á ríkisstjórnina eru samtök hjúkrunarfræðinga sem munu væntanlega boða til verkfalls síðar í mánuðinum. „Við erum háð því að fá góða erlenda hjúkrunarfræðinga til að geta sinnt vinnunni okkar. En með lokuðum landamærum fáum við enga,“ segir Glenda Alexander hjá samtökum hjúkrunarfræðinga og bætti við að heimafólk vilji ekki starfa sem hjúkrunarfræðingar vegna vinnuálags og lágra launa.
Um 2.500 smit hafa komið upp á Nýja-Sjálandi frá upphafi heimsfaraldursins og 26 hafa látist af völdum veirunnar. 21% landsmanna hafa lokið bólusetningu.