fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Pressan

Spænsk yfirvöld vara við „Dauðaenglinum“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. ágúst 2021 05:59

Frá Sevilla. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænsk yfirvöld hafa varað landsmenn við „Dauðaenglinum“ en það er hitabylgja sem hefur legið yfir Ítalíu síðustu daga. Ítalir nefna hana „Lucifer“ (Dauðaengilinn). Á miðvikudaginn mældist 48,8 stiga hiti á Sikiley og gæti evrópska hitametið þar með hafa verið slegið en Alþjóðaveðurfræðistofnunin á enn eftir að staðfesta gildi mælingarinnar.

Það er háþrýstisvæði sem veldur hitabylgjunni. Það myndaðist yfir austanverðu Miðjarðarhafi en er nú á leið vestur.

Í Túnis hefur hitinn farið í 49 stig í forsælu og í Alsír í 44 stig.

Spænsk og frönsk yfirvöld hafa sent frá sér viðvaranir vegna mikils hita sem er yfirvofandi næstu daga en því er spáð að hann fari vel yfir 40 stig.

Reiknað er með að hitinn muni bara hækka og hækka á Spáni um helgina. Sevilla, í Andalúsíu, er einn þeirra staða sem reiknað er með að hitinn verði einna hæstur. Norska veðurþjónustan YR spáir 47 stiga hita þar á mánudaginn. Ekki er útilokað að hitinn fari enn hærra en það og gæti evrópska hitametið jafnvel verið í hættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir og bróðir hryðjuverkamannsins stíga fram – „Einhver eða eitthvað hefur afvegaleitt hann“

Faðir og bróðir hryðjuverkamannsins stíga fram – „Einhver eða eitthvað hefur afvegaleitt hann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Syrgjandi háhyrningskýrin sást aftur á sundi með látinn kálf – „Hún er að syrgja“

Syrgjandi háhyrningskýrin sást aftur á sundi með látinn kálf – „Hún er að syrgja“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli