fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Pressan

Sex skotnir til bana í Plymouth – Barn þar á meðal

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. ágúst 2021 04:48

Frá vettvangi í Plymouth í gærkvöldi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex manns voru skotnir til bana í Plymouth á Englandi síðdegis í gær, þar á meðal barn. Nokkrir liggja særðir á sjúkrahúsi. Sky News segir að lögreglan í Devon og Cornwall hafi staðfest að tvær konur og tveir karlar hafi fundist látin á vettvangi auk hins meinta árásarmanns. Allt féll fólkið fyrir byssuskotum. Kona, sem hlaut aðhlynningu á vettvangi, lést síðar á sjúkrahúsi.

Luke Pollard, þingmaður frá Plymouth, skrifaði á Twitter í gærkvöldi: „Ég er algjörlega niðurbrotinn yfir að eitt fórnarlambanna í Plymouth var barn yngra en 10 ára.“ Hann staðfesti einnig að nokkrir hefðu verið fluttir á sjúkrahús með skotsár.

Lögregla var kölluð til Biddick Drive klukkan 18.10 að staðartíma. Hún lýsti því strax yfir að um alvarlegan atburð væri að ræða en lagði áherslu á að ekki væri um hryðjuverk að ræða og að ekki væri verið að leita að neinum vegna málsins. Fjöldi sjúkrabíla, sjúkraþyrla, lækna og sjúkraflutningamanna var sendur á vettvang. Lögreglan hefur ekki staðfest hvort hún skaut árásarmanninn til bana eða hvort hann tók eigið líf.

Sjónvarvottur sagðist í samtali við BBC hafa heyrt öskur og síðan þrjá eða fjóra skothvelli. „Síðan sparkaði árásarmaðurinn upp hurð á húsi og byrjaði að skjóta af handahófi . . . hann hljóp frá húsinu og skaut á meðan og hélt áfram að skjóta á fólk í Linear Park.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi