fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Pressan

Mexíkóskur eiturlyfjahringur hótar að drepa fréttaþul vegna „ósanngjarnrar“ umfjöllunar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. ágúst 2021 22:30

Azucena Uresti. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðlimir í mexíkóska eiturlyfjahringnum Jalisco New Generation hafa birt myndband þar sem þeir hafa í hótunum við Azucena Uresti, fréttaþul, og sjónvarpsstöðina Milenio Television. Í myndbandinu segjast menn, sem eru grímuklæddir, vera fulltrúar valdamesta eiturlyfjahrings landsins og hafi þeir gripið til þess óvenjulega ráðs að birta myndbandið og hóta að myrða Uresti vegna þess sem þeir telja vera ósanngjarna umfjöllun um eiturlyfjahringinn.

Myndbandið var birt á mánudaginn en í því sjást grímuklæddir og þungvopnaðir menn standa hjá manni, sem situr við lítið skrifborð, sem flytur skilaboð sem hann segir vera frá Rubén Oseguera Cervantes, einnig þekktur sem El Mencho, leiðtoga Jalisco New Generation eiturlyfjahringsins. Ekki er vitað hvort það er Cervantes sjálfur sem les skilaboðin.

Í skilaboðunum er kvartað undan því að Milenio Television, fréttastöð sem nær til alls landsins, sé á bandi varnarsveita sem berjast gegn eiturlyfjahringnum í Michoacán ríki. Azucena Uresti, aðalfréttaþulur stöðvarinnar, er sérstaklega nefnd á nafn og hótað að drepa hana og láta hana éta orð sín. Maðurinn segir að varnarsveitirnar séu ekkert annað en eiturlyfjasalar því engir aðrir hafi efni á viðlíka vopnabúnaði og þær hafa yfir að ráða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt
Pressan
Fyrir 5 dögum

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð