En staðan hefur breyst hratt til hins verra í Afganistan með framsókn Talibana og því hafa hollensk og þýsk yfirvöld ákveðið að hætta heimsendingunum um hríð. Afganska ríkisstjórnin sendi ESB beiðni í júlí um að aðildarríki sambandsins myndu gera hlé á heimsendingum í þrjá mánuði hið minnsta.
Dpa segir að þýsk yfirvöld ætli nú að gera algjört hlé á ákvörðunartöku um heimsendingar til Afganistan næstu 12 mánuðina.