fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

Þingkona útilokuð frá Twitter – Deilir samsæriskenningum og er andvíg bóluefnum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. ágúst 2021 07:00

Nú er hún útilokuð frá Twitter. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næstu vikuna getur bandaríska þingkonan Marjorie Taylor Greene ekki skrifað færslur á Twitter. Stjórnendur samfélagsmiðilsins ákváðu að setja hana í viku bann eftir að hún hafði skrifað að bandaríska lyfjastofnunin FDA eigi ekki að veita bóluefnum gegn kórónuveirunni endanlegt markaðsleyfi og að þau komi ekki í veg fyrir útbreiðslu veirunnar.

Tístið var merkt sem misvísandi af Twitter og lesendum ráðlagt að leita sér frekari upplýsinga hjá bandarískum heilbrigðisyfirvöldum. Talsmaður Twitter sagði að Taylor Greene muni ekki geta tíst í eina viku vegna endurtekinna brota á reglum miðilsins. Síða hennar er þó aðgengileg fyrir notendur Twitter.

Notendaskilmálar Twitter í tengslum við rangar upplýsingar um COVID-19 kveða á um að lokað verði fyrir aðgang notenda í eina viku ef þeir brjóta reglurnar fjórum sinnum. Ef brot halda áfram eftir það verður reikningunum jafnvel lokað fyrir fullt og allt.

Taylor Greene sakar Twitter um að hafa lokað á hana vegna þess að hún segi sannleikann og tísti um það sem margir segja.

Hún er ákafur stuðningsmaður Donald Trump, fyrrum forseta, og hefur stutt staðlausar fullyrðingar hans um að víðtækt kosningasvindl hafi kostað hann sigurinn í forsetakosningunum í nóvember. Fullyrðingar sem Trump hefur ekki getað fært neinar sönnur á og dómstólar hafa hafnað.

Hún hefur einnig komist í kastljósið vegna umdeildra ummæla í tengslum við önnur mál. Í maí lenti hún í miklum mótvindi innan Repúblikanaflokksins þegar hún líkti notkun andlitsgríma og bólusetningu gegn kórónuveirunni við ofsóknir nasista á hendur gyðingum í síðari heimsstyrjöldinni. Margir áhrifamenn innan flokksins gagnrýndu hana harðlega fyrir þetta og að lokum varð hún að draga ummæli sín til baka og biðjast afsökunar.

Hún hefur einnig lýst yfir stuðningi við samsæriskenningahreyfinguna QAnon.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið
Pressan
Í gær

Jólamorðið – Af hverju myrti hann Laci?

Jólamorðið – Af hverju myrti hann Laci?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pabbinn vildi sýna syninum hvað fátækt er – Orð drengsins komu honum algjörlega í opna skjöldu

Pabbinn vildi sýna syninum hvað fátækt er – Orð drengsins komu honum algjörlega í opna skjöldu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér átti merkur atburður sér kannski stað fyrir 1,5 milljónum ára

Hér átti merkur atburður sér kannski stað fyrir 1,5 milljónum ára
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað