Útgjöldin skiptast á milli sambandsstjórnarinnar og sambandsríkjanna 16. Merkel sagði þetta vera merki um samstöðu þjóðarinnar. Nordhrein-Westfalen og Rheinland-Pfalz fóru verst út úr flóðunum sem urðu að minnsta kosti 180 manns að bana og eignatjónið var gríðarlegt.
Í Nordrhein-Westfalen er talið að kostnaðurinn við enduruppbyggingu verði um 13 milljarðar evra. Meðal annars þarf að byggja mörg þúsund íbúðarhús en Armin Laschet, leiðtogi ríkisins, sagði í gær að þetta væri mesta tjón á íbúðarhúsum í ríkinu síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Að auki eyðilögðust rúmlega 150 skólar og 200 leikskólar.