Merkel tilkynnti þetta í gær eftir fund með leiðtogum sambandsríkjanna 16. Markmiðið með þessu er að fá fólk til að láta bólusetja sig en yfirvöld hafa miklar áhyggjur af stöðu mála vegna sóknar Deltaafbrigðisins.
Merkels sagðist vonast til að fleiri láti bólusetja sig að sumarleyfum loknum. Um 63% Þjóðverja hafa fengið minnst einn skammt af bóluefni og 55% hafa lokið bólusetningu.
Með nýju reglunum verður óbólusettu fólki gert að framvísa niðurstöðu neikvæðrar skimunar ef það vill komast inn á sjúkrahús, elliheimili, veitingastaði eða sækja opinbera viðburði.