fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Ný ofsafengin hitabylgja skellur á Suður-Evrópu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. ágúst 2021 05:59

Börn kæla sig í miklum hita. Mynd:AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eina af verstu hitabylgjum síðari tíma í Evrópu er nú að fjara út en hún hefur legið yfir Grikklandi, Tyrklandi og suðaustanverðri Evrópu að undanförnu. Miklir hitar og þurrkar hafa fylgt henni og það hefur valdið því að mörg hundruð gróðureldar hafa kviknað og berjast slökkviliðsmenn nú við þá. En nú er önnur hitabylgja í uppsiglingu við miðhluta og vestanvert Miðjarðarhafið. Að þessu sinni eru það Íberíuskagi, stór hluti af Ítalíu og vesturhluti Grikklands sem munu verða fyrir barðinu á miklum hita, allt að 45 stigum.

Samkvæmt veðurspám mun hitinn á sunnanverðri Ítalíu og Grikklandi fara yfir 40 stig í dag. Ástæðan er að mjög heitt loft berst frá norðanverðri Afríku yfir mitt Miðjarðarhafið. Í gær komst hitinn í 44 stig á Sikiley. Í Túnis mældist 49 stiga hiti.

Í dag getur hitinn farið yfir 45 stig á Sikiley, Sardiníu og sunnanverðri Ítalíu. Spár gera ráð fyrir að hann nái allt að 47 stigum. Ef það gengur eftir mun ítalska hitametið verða jafnað en það er einmitt 47 stig og er frá 25. júní 2007 í Foggia.

Í vesturhluta Grikklands og Albaníu gæti hitinn farið í 44 stig í dag.

Hitinn mun síðan teygja sig yfir á Íberíuskaga þar sem miklum hita er spáð. Spáforrit gera ráð fyrir að frá föstudegi geti hitinn náð 47 stigum á Spáni en spænska hitametið er 47,3 stig en það er frá 13. júlí 2017 í Montoro.

Það sem af er ári er hæsti hitinn sem mælst hefur í Evrópu 47,1 stig en hann mældist í norðanverðu Grikklandi 3. ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í