fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Grunuð um að hafa sprautað 8.600 manns með saltlausn í stað bóluefnis – Er mótfallin bóluefnum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. ágúst 2021 05:59

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýsk yfirvöld hvöttu í gær 8.600 íbúa í Friesland, í norðurhluta landsins, til að fara aftur í bólusetningu gegn kórónuveirunni. Þetta var gert í kjölfar þess að rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að hjúkrunarfræðingur, sem starfaði við bólusetningar, hafi hugsanlega sprautað fólkið með saltlausn í stað bóluefna.

Þetta mun hafa gerst snemma í vor. Saltlausn er skaðlaus en flestir þeir sem voru bólusettir í Þýskalandi í mars og apríl, þegar þetta átti sér stað, eru eldra fólk sem er í aukinni hættu á að smitast af kórónuveirunni og veikjast illa af COVID-19. Reuters skýrir frá þessu.

Peter Beer, lögreglumaður, sagði á fréttamannafundi að út frá framburði vitna væri „rökstuddur grunur“ um að konan hafi skipt bóluefnum út fyrir saltlausn.

Ekki liggur alveg ljóst fyrir hver tilgangur konunnar með þessu var en hún hafði að sögn lögreglunnar látið í ljós efasemdir um bóluefni á samfélagsmiðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni