Þetta mun hafa gerst snemma í vor. Saltlausn er skaðlaus en flestir þeir sem voru bólusettir í Þýskalandi í mars og apríl, þegar þetta átti sér stað, eru eldra fólk sem er í aukinni hættu á að smitast af kórónuveirunni og veikjast illa af COVID-19. Reuters skýrir frá þessu.
Peter Beer, lögreglumaður, sagði á fréttamannafundi að út frá framburði vitna væri „rökstuddur grunur“ um að konan hafi skipt bóluefnum út fyrir saltlausn.
Ekki liggur alveg ljóst fyrir hver tilgangur konunnar með þessu var en hún hafði að sögn lögreglunnar látið í ljós efasemdir um bóluefni á samfélagsmiðlum.