Mirror skýrir frá þessu. Fram kemur að læknir hafi sprautað hann en það hafi ekki komið að neinu gagni og því hafi hann verið fluttur á sjúkrahús. „Ég fylltist örvæntingu því hendurnar urðu sífellt meira fjólubláar. Læknarnir sögðust aldrei hafa séð neitt þessu líkt,“ sagði maðurinn í samtali við Mirror.
Eftir rannsóknir lækna lá fyrir að maðurinn hafði verið bitinn af eitraðri könguló. Bit þessarar tegundar geta orðið til þess að frumur drepast og drep komist í líkamann ef þeir bitnu fá ekki meðhöndlun fljótt. Af þessum sökum verður nú að taka tvo fingur af höndinni.