Í Utsjoki-Kevo, sem er nyrsta veðurstöðin í Finnland, mældist hitinn 33,6 gráður um síðustu helgi og er það hæsti hiti sem mælst hefur í Lapplandi frá 1914. Það var einnig hlýtt annars staðar í Lapplandi.
Í Noregi fór hitinn í 34 gráður í Saltdal, sem er nærri heimskautsbaugi, og er það hæsti hiti sem mælst hefur í Noregi það sem af er ári.
Þessi hitabylgja í norðanverðri Skandinavíu kom í kjölfar hitabylgjunnar í Norður-Ameríku sem varð mörg hundruð manns að bana og olli miklu álagi á innviði samfélagsins.
Michael Reeder, prófessor í veðurfræði við Monash háskólann í Melbourne í Ástralíu, sagði í samtali við Independent að hitabylgjurnar í Norður-Ameríku og Skandinavíu tengist. Tengslin eru að hans sögn þau að lágþrýstisvæði í Kyrrahafi, nærri Japan, gerði gárur í lofthjúpinn og bárust þær með háloftastraumum í 7 til 12 kílómetra hæð en fyrirbrigði sem þetta er þekkt sem „Rossby bylgja“ meðal veðurfræðinga.
Hann sagði að þetta hafi myndað háþrýstisvæðið yfir Norður-Ameríku með tilheyrandi hitabylgju og að leifarnar hafi síðan náð til Skandinavíu um síðustu helgi.
Utsjoen Kevolla on mitattu havaintoaseman uusi lämpöennätys 33,5 astetta. Lukema saattaa vielä päivän edetessä nousta.
Tämä on tiettävästi toiseksi korkein Lapissa mitattu lämpötila. Ykkössijalla on Inarin Thulen 34,7 astetta vuodelta 1914. pic.twitter.com/oUB2d07keZ— Ilmatieteen laitos (@meteorologit) July 5, 2021