fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Unglingur myrti systur – Gerði samning við djöfulinn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. júlí 2021 05:59

Danyal Hussein og samningur hans við djöfulinn. Mynd:Lundúnalögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danyal Hussein, 19 ára, var í vikunni fundinn sekur um að hafa myrt systurnar Bibaa Henry og Nicole Smallman í júní á síðasta ári. Hann réðst á þær í Wembley í Lundúnum og stakk þær til bana. Fyrir dómi kom fram að Hussein hafi „gert samning við djöfulinn“ um að myrða konur gegn því að hann myndi vinna í lottói.

Fram kom að Hussein hafi heitið djöflinum að „fórna“ að minnsta kosti sex konum á hverjum sex mánuðum. Þetta hafi komið fram í skriflegum samingi sem lögreglan fann. Hann var undirritaður með blóði Hussein.

Lögreglan telur að tilviljun hafi ráðið því að Hussein réðst á systurnar en þær voru með vinum sínum í Fryent Country Park að kvöldi 5. júní til að fagna afmæli Bibaa Henry. Eftir að vinirnir fóru heim urðu systurnar eftir og þá lét Hussein til skara skríða.

Bibaa Henry og Nicole Smallman. Mynd:Lundúnalögreglan

Hann stakk þær margoft og dró síðan lík þeirra inn í skóglendi og skildi eftir. Lík þeirra fundust nokkrum dögum síðar eftir mikla leit.

Það voru lífsýni sem komu upp um Hussein en hann skarst þegar hann myrti systurnar og því fannst DNA úr honum á líkum þeirra.

Refsing hans verður ákveðin síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga