Þessi ummæli komu Kelly, sem er fyrrum liðsmaður Bandaríkjahers, mjög á óvart að því er fram kemur í nýrri bók, sem heitir „Frankly, We Did Win This Election“, eftir Michael Bender, blaðamann hjá Wall Street Journal. The Guardian skýrir frá.
Segir blaðið að Trump hafi sagt þetta eftir að hafa fengið óundirbúna sögukennslu þar sem Kelly minnti hann á hvaða lönd voru í hvaða bandalagi í stríðinu og sagði forsetanum hvað tengdi fyrri heimsstyrjöldina við þá síðari og hvað Hitler hefði gert.
Bender hefur tekið viðtöl við Trump eftir að hann lét af embætti og segir að Trump hafi neitað að hafa sagt þetta um Hitler. Hann segir að ónafngreindir heimildarmenn hafi sagt að Kelly hafi sagt Trump að þetta væri ekki rétt hjá honum en það hafi ekki fengið á Trump sem lagði áherslu á efnahagsbata í Þýskalandi á fjórða áratugnum undir stjórn Hitler. Bender segir í bókinni að Kelly hafi mótmælt þessu og sagt að Þjóðverjar hefðu verið betur settir fátækir en sem hluti af því þjóðarmorði sem nasistar stóðu fyrir.