Hitinn fór hæst í 47 gráður í Portland og 42 í Seattle. Heldur hefur dregið úr hita í norðvesturríkjunum þar sem veðurkerfið, sem þeim veldur, hefur fært sig í austur og er reiknað með allt að 38 stiga hita í Idaho og Montana.
Yfirvöld í Oregon vöruðu fólk við hitanum, dreifðu vatni til útsettra einstaklinga og komu upp miðstöðvum sem fólk gat leitað í til að kæla sig. „Við höfum verið að undirbúa okkur fyrir loftslagsbreytingarnar hér í ríkinu í nokkur ár. Það var auðvitað fordæmalaust að fá þrjá daga með methita og það var hræðilegt að rúmlega 90 manns hafi látið lífið. Við verðum að halda áfram að undirbúa okkur. Meðal annars með því að vinna með heilbrigðisstarfsfólki sem annast viðkvæma íbúa til að tryggja að þeir skilji að þeir geti fengið hjálp,“ sagði hún á sunnudaginn.
Vísindamenn telja hitabylgjuna vera beina afleiðingum af loftslagsbreytingum af mannavöldum.