fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Settist á klósettið – Skömmu síðar fann hann stungu við kynfærin

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. júlí 2021 06:59

Það er ekki hættulegt fyrir augun að glápa á skjáinn löngum stundum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar 65 ára austurrískur karlmaður settist á klósettið á heimili sínu í Graz til að sinna því sem hann þurfti að sinna átti hann ekki von á að þessi klósettferð yrði fréttnæmari en aðrar slíkar ferðir. En þar hafði hann rangt fyrir sér því klósettferðin komst í heimsfréttirnar.

Þegar hann var rétt sestur á klósettið fann hann skyndilega „stungu við kynfærin“. Því næst sá hann 1,6 metra langa pýtonslöngu í klósettinu. Hann hafði ekki verið stungin, það var slangan sem beit hann.

Sky News segir að slangan, sem er upprunnin í Asíu, geti orðið allt að 9 metrar á lengd. Talið er að hún hafi komist í klósettið hjá manninum í gegnum skolplagnir í húsinu.

„Skömmu eftir að hann settist á klósettið segist maðurinn hafa fundið „stungu við kynfærin“,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Maðurinn fékk aðhlynningu á sjúkrahúsi vegna minniháttar meiðsla sem hann hlaut.

Lögreglunni tókst ekki að staðfesta hvaða leið slangan fór til að enda í klósetti mannsins en telur að hún hafi sloppið úr íbúð nágrannans, 24 ára eiganda 11 slangna. Hann hefur verið kærður fyrir vanrækslu sem leiddi til þess að nágranninn varð fyrir líkamstjóni.

Sérfræðingur fjarlægði slönguna úr klósettinu og kom henni til nágrannans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga