Samkvæmt fréttum sænskra fjölmiðla þá er talið að skotárásin tengist átökum glæpagengja en fórnarlambið hefur tengsl við glæpagengi.
Lögreglan hefur unnið að rannsókn málsins í alla nótt og leitar árásarmannsins eða árásarmannanna.
Aftonbladet segist hafa heimildir fyrir að árásarmaðurinn eða árásarmennirnir hafi flúið af vettvangi á rafskútu. Talsmaður lögreglunnar vildi ekki tjá sig um þetta sérstaklega en sagði að lögreglan hefði fengið ýmsar ábendingar um hvernig árásarmaðurinn eða mennirnir hefðu yfirgefið vettvang.