fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Að minnsta kosti 150 skotnir til bana um þjóðhátíðarhelgina

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. júlí 2021 19:00

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti 150 manns voru skotnir til bana í rúmlega 400 skotárásum í Bandaríkjunum um nýliðna helgi, þjóðhátíðarhelgina. Flestir áttu þriggja daga helgarfrí þar sem þjóðhátíðardaginn 4. júlí bar upp á sunnudag og því frí í gær í staðinn.

Samkvæmt tölum frá Gun Violence Archive voru að minnsta kosti 150 skotnir til bana í rúmlega 400 skotárásum víða um landið frá því á föstudaginn fram að miðnætti á sunnudaginn. Tölur frá mánudeginum eru því ekki inni í þessu. CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að enn sé verið að taka við tölum og uppfæra.

Fram kemur að í New York, þar sem ofbeldisverkum þar sem skotvopn koma við sögu hefur fjölgað mikið að undanförnu, hafi 26 verið skotnir til bana í 21 skotárás. Á sama tíma á síðasta ári voru 30 skotnir til bana í 25 skotárásum. Það sem af er ári hefur ofbeldisverkum, þar sem skotvopn koma við sögu, fjölgað um tæplega 40% miðað við sama tíma í fyrra. 767 skotárásir hafa verið gerðar og í þeim hafa 885 látist.

Í Chicago voru 83 skotnir um helgina og létust 14 þeirra. Meðal hinna særðu eru 5 ára stúlka og 6 ára stúlka.

Í Atlanta var atvinnugolfarinn Gene Siller skotinn til bana á golfvelli á laugardaginn. Tvö önnur lík fundust á golfvellinum. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.

Í  Forth Worth í Texas voru átta skotnir á sunnudaginn eftir að til deilna kom nærri bílaþvottastöð. Flest fórnarlambanna voru saklausir vegfarendur.

Á föstudagskvöldið voru fjögur börn skotinn í Norfolk í Virginíu. Þau eru á aldrinum 6 til 16 ára. Talið er að þau muni öll ná sér. 15 ára piltur hefur verið handtekinn vegna málsins.

Einn lést og ellefu særðust í skotárás í samkvæmi í Toledo í Ohio á sunnudagskvöldið. Tveir eru í lífshættu. Í Cincinnati í Ohio voru tveir karlmenn, 16 og 19 ára, skotnir til bana á sunnudagskvöldið og þrír til viðbótar særðust. Þetta átti sér stað í almenningsgarði þar sem fólk fagnaði þjóðhátíðardeginum. Þeir látnu rifust og drógu upp byssur og skutu hvorn annan. Hinir særðu voru saklausir vegfarendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið