fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

WHO sendir frá sér aðvörun – Mun dreifast út um allan heim

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. júlí 2021 05:59

Deltaafbrigði kórónuveirunnar er bráðsmitandi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur sent frá sér aðvörun vegna hins smitandi Deltaafbrigðis kórónuveirunnar. Segir WHO að afbrigðið muni dreifast út um allan heim og valda miklum skaða ef fátæku ríkin fá ekki aðstoð við að bólusetja íbúana.

Deltaafbrigðið hefur nú þegar fundist í 98 löndum og reiknað er með að innan fárra mánaða verði það útbreiddasta afbrigði veirunnar um allan heim. „Deltaafbrigðið breiðist hratt út, í löndum þar sem margir hafa verið bólusettir og í löndum þar sem fáir hafa verið bólusettir,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO.

Afbrigðið kom fyrst fram á sjónarsviðið á Indlandi í árslok 2020. Það hefur síðan náð stöðu þess afbrigðis sem mest kveður að. Það byrjaði að berast til annarra landa í upphafi árs og í febrúar voru fyrstu tilfelli þess skráð í Bretlandi og Bandaríkjunum. Síðan hefur afbrigðið borist víða og hefur nú fundist í tæplega 100 löndum. Víða hefur það nánst rutt öðrum afbrigðum veirunnar af borðinu og er hið ráðandi afbrigði.

India Today segir að 67% allra smita á Indlandi séu af völdum Deltaafbrigðisins. Í Singapúr er hlutfallið 95%, í Bretlandi 93%, í Indónesíu 90% og í Rússlandi 87%.

WHO segir að Deltaafbrigðið sé svo öflugt og duglegt við að stökkbreyta sér að það ógni allri heimsbyggðinni, einnig ríku löndunum þar sem bólusetningar eru vel á veg komnar.

Í löndum þar sem fáir hafa verið bólusettir eru hryllilegar myndir af yfirfullum sjúkrahúsum nú aftur orðnar daglegt brauð. Ghebreyesus segir að ekkert land sé öruggt fyrir Deltaafbrigðinu og hvetur ríku löndin til að senda fleiri bóluefni til fátæku landanna, það er að hans mati besti möguleiki alþjóðasamfélagsins til að ná tökum á heimsfaraldrinum. Hann hvetur til þess að gripið verið til alþjóðlegrar bólusetningaáætlunar til skamms tíma þar sem tryggt verður að 10% íbúa í hverju landi verði bólusettur. Þessar bólusetningar eiga að ná til fólks í áhættuhópum og heilbrigðisstarfsfólks. WHO segir að þetta muni stöðva faraldurinn og bjarga mörg þúsund mannslífum. Til langs tíma litið segir WHO að markmiðið sé að auka útbreiðslu bóluefna enn frekar. „Ég hef hvatt leiðtoga heimsins til að tryggja að eftir eitt ár verði búið að bólusetja 70% íbúa í öllum löndum heims,“ segir Ghebreyesus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga