fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Pressan

Biden nærri því að lýsa yfir sigri í baráttunni við kórónuveiruna – Deltaafbrigðið ógnar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. júlí 2021 06:59

Joe Biden í ræðustól í gær. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden tók á móti um 1.000 gestum í Hvíta húsinu í gær í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. Þetta er í fyrsta sinn frá því að hann tók við embætti sem hann opnar dyr embættisbústaðarins fyrir gestum. Biden sagði að Bandaríkin væru á réttri leið í baráttunni við heimsfaraldur kórónuveirunnar en lagði um leið áherslu á að sigur sé ekki enn í höfn.

„Fyrir 245 árum lýstum við yfir sjálfstæði frá fjarlægum konungi. Í dag erum við nær því en nokkru sinni að geta lýst yfir sjálftstæði frá banvænni veiru,“ sagði Biden þegar hann ávarpaði gestina en á meðal þeirra voru hermenn og heilbrigðisstarfsfólk.

„Við höfum náð taki á veirunni. En takið eftir því sem ég segi: COVID-19 hefur ekki enn verið sigrað. Við vitum öll að sterk afbrigði eins og Deltaafbrigðið eru komin fram. Að þessu sinni er 4. júlí sérstakur hátíðisdagur því við erum að koma út úr myrkrinu eftir ár með faraldri og einangrun, ár sársauka, ótta og sorglegs missis,“ sagði Biden einnig.

Markmið Biden um að 70% fullorðinna væru búnir að fá að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn veirunni fyrir 4. júlí náðist ekki en hlutfallið er nú um 67%. Þetta veldur áhyggjum hjá sérfræðingum því mjög hefur hægt á hraða bólusetninga þar sem illa gengur að fá fólk til að mæta.

Biden lagði áherslu á að bóluefni séu besta vörnin gegn nýjum afbrigðum veirunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar
Pressan
Í gær

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kanadamenn minna á góðvild sína á dimmasta degi Bandaríkjanna

Kanadamenn minna á góðvild sína á dimmasta degi Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að Rússar hafi varpað sprengjum á eigin gasstöð til að grafa undan vopnahléssamningi

Segja að Rússar hafi varpað sprengjum á eigin gasstöð til að grafa undan vopnahléssamningi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Evrópubúum er ráðlagt að búa sig undir það versta og koma sér upp neyðarbirgðum – Þetta er gott að hafa í töskunni

Evrópubúum er ráðlagt að búa sig undir það versta og koma sér upp neyðarbirgðum – Þetta er gott að hafa í töskunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kafbátaferð breyttist í martröð – Að minnsta kosti sex látin og margir slasaðir

Kafbátaferð breyttist í martröð – Að minnsta kosti sex látin og margir slasaðir