Meðal verkefna hennar er að draga úr straumi innflytjenda og flóttamanna frá öðrum Ameríkuríkjum til Bandaríkjanna og helst eins fljótt og hægt er. Hún á að stýra endurbótum á kosningalöggjöfinni sem tryggir minnihlutahópum kosningarétt en minnihlutahópar eru mikilvægir stuðningshópar Demókrata. Repúblikanar í mörgum ríkjum hafa að undanförnu þrengt að kosningarétti þessara hópa og gert þeim erfitt fyrir með að kjósa en því ætla Demókratar að breyta.
Hún ber einnig pólitíska ábyrgð á bólusetningarherferðinni vegna COVID-19 og er í forsvari fyrir verkefni um að koma breiðbandi til fólks á landsbyggðinni. Hún á einnig að vera í forsvari við aðstoð við lítil og meðalstór fyrirtæki á meðan á heimsfaraldrinum stendur og er í forsvari fyrir metnaðarfulla geimferðaáætlun.
Harris er ekki bara fyrsta litaða manneskjan og konan til að gegna embætti varaforseta heldur er hún einnig á miðjum stjórnmálaferli sínum og vongóð um að verða forseti Bandaríkjanna dag einn.
Hún þarf þó að gera betur í að vinna hug og hjörtu landsmanna en i nýrri könnun Realclearpolitics sögðust 47,7% aðspurðra vera jákvæðir í hennar garð en 45,3% neikvæð. Til samanburðar má nefna að Joe Biden nýtur stuðnings 52,5% kjósenda en 42,5% eru neikvæðir í hans garð.