fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Telur að merki frá vitsmunaverum á annarri plánetu berist á næstu árum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. júlí 2021 20:00

Eru þær að hlusta?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zhang Tongjie, stjörnufræðingur við Beijing Shifan háskólann, er bjartsýnn á að mannkyninu muni berast merki frá vitsmunaverum á annarri plánetu á næstu árum. Hann hefur eytt síðustu mánuðum í að fara ítarlega yfir útvarpsmerki sem bárust hingað til jarðarinnar úr margra ljósára fjarlægð.

„Það eru miklar líkur á að við munum fá merki frá vitsmunaverum í geimnum í náinni framtíð. Það gæti gerst á næstu fimm til tíu árum eða jafnvel á næstu tveimur til þremur árum,“ sagði hann í samtali við Weekendavisen.

Zhang og samstarfsfólk hans vinna úr merkjum sem eru numin af stærsta útvarpssjónauka heims, Aperture Spherical Telescope (FAST), sem er í fjöllum í Guizhou í Kína. Hann er 500 metrar í þvermál.

Eitt af sjö forgangsverkefnum FAST er að leita að ummerkjum um vitsmunalíf utan jarðarinnar.

Douglas Vakoch, forseti METI International í San Francisco, segir að metnaður Kínverja í þessum efnum sé eðlilegt framhald af áhuga þeirra á geimrannsóknum en þeir hafa verið að hasla sér sífellt meiri völl í geimrannsóknum á síðustu árum. „Sérhver þjóð sem gerir sér vonir um að gera eina stærstu vísindauppgötvunina í sögu mannkynsins ætti að fjárfesta í leita að merkjum um vitsmunalíf utan jarðarinnar,“ sagði Vakoch.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn