fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Steingervingar sem fundust í Ísrael gætu verið af dularfullri útdauðri tegund manna

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. júlí 2021 11:30

Frá svæðinu þar sem leifarnar fundust. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega uppgötvaðir steingervingar í Ísrael gætu verið af dularfullri tegund útdauðrar tegundar af mönnum. Ekki var vitað um tilvist þessarar tegundar áður en hún bjó í Levant fyrir rúmlega 100.000 árum.

Vísindamenn fundu steingervingana við hlið verkfæra og leifa af hestum, dádýra og villtra nautgripa þegar þeir voru við uppgröft í Nesher Ramla nærri borginni Ramla í miðhluta Ísraels.

The Guardian segir að einn sérfræðingur hafi lýst þessum fundi sem „meiriháttar uppgötvun“. Steingervingarnir eru af tegund sem er blanda af Neanderdalsmönnum og fyrstu nútímamönnunum. Þetta aðskilur hana frá Homo sapiens, nútímamanninum, sem bjó á þessu svæði á sama tíma. Vísindamennirnir hafa ekki viljað segja að um nýja og áður óþekkta tegund manna sé að ræða en þeir telja að þessir menn hafi hugsanlega leikið stórt hlutverk í sögu nútímamannsins.

Elstu leifar Neanderdalsmanna hafa fundist í Evrópu og því hafa margir vísindamenn talið að þeir hafi eingöngu haldið til í Evrópu. Nýlegar rannsóknir hafa þó dregið þetta í efa og ýjað að tilvist óþekktrar og dularfullrar tegundar sem hafi haft áhrif á þróun Neanderdalsmannanna.

Bygging beinanna, sem fundust í Nesher Ramla, er öðruvísi en hjá Neanderdalsmönnum og Homo sapiens, sem fundust í Levant, og hafa vísindamenn því kallað þau Nesher Ramla Homo og telja að þarna geti verið komin tegundin sem hafði mikil áhrif á þróun Neanderdalsmanna.

„Í blöndu við aðrar rannsóknir þá varpar þessi rannsókn skugga á þá einföldu mynd að nútímamenn hafi komið frá Afríku og Neanderdalsmenn hafi búið í Evrópu. Þessi mynd er miklu flóknari en svo,“ sagði Yossi Zaidner, prófessor við the Hebrew University í Jerúsalem og bætti við að hér væru hugsanlega leifar síðustu einstaklinganna af tegund sem átti sinn þátt í þróun Neanderdalsmanna og hafi lifað við hlið nútímamanna. The Guardian skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga