fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Pressan

Ætla að greiða íbúum í New York fyrir að láta bólusetja sig

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. júlí 2021 09:00

Bólusett í New York. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef íbúar í New York borg láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni verða þeir verðlaunaðir fyrir það. Frá og með deginum í dag geta þeir valið um að fá 100 dollara í reiðufé, aðgang að Frelsisstyttunni eða ársmiða í leikhús. Þetta er liður í því að reyna að fá fleiri til að láta bólusetja sig svo hægt sé að vinna bug á heimsfaraldrinum.

Mjög hefur hægt á bólusetningum í Bandaríkjunum því margir vilja ekki láta bólusetja sig eða eru hikandi. Þetta hefur valdið því að smitum hefur farið fjölgandi að undanförnu sem og dauðsföllum af völdum COVID-19.

Bandaríska smitsjúkdómastofnunin CDC segir að 49,2% landsmanna hafi lokið bólusetningu og að 56,9% hafi fengið að minnsta kosti einn skammt. En hlutfallið er mjög mismunandi á milli ríkja landsins. Almennt séð er þátttakan mest í ríku og þéttbýlu ríkjunum en í Suðurríkjum, íhaldssömum ríkjum og fátækari landbúnaðarríkjum hafa mun færri látið bólusetja sig. Í Vermont hafa 67,4% lokið bólusetningu en í Alabama og Mississippi er hlutfallið 34,1%.

Í New York borg hafa 56,7% íbúa lokið bólusetningu og nú vonast Bill de Blasio, borgarstjóri, til að hægt verði að fá enn fleiri til að láta bólusetja sig með því að lofa þeim fjárhagslegum ávinningi á móti. New York Times skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nú þurfa frekir ferðamenn að passa sig: Lögregla leggur hald á handklæði og strandstóla

Nú þurfa frekir ferðamenn að passa sig: Lögregla leggur hald á handklæði og strandstóla
Pressan
Í gær

Barnaníðingurinn niðurbrotinn eftir Ólympíuleikanna – Áhorfendur bauluðu og hann brotnaði alveg saman þegar hann sá hvað fjölmiðlar birtu

Barnaníðingurinn niðurbrotinn eftir Ólympíuleikanna – Áhorfendur bauluðu og hann brotnaði alveg saman þegar hann sá hvað fjölmiðlar birtu
Pressan
Í gær

Hryllingur í sænskri verksmiðju – Starfsmenn deyja hver á fætur öðrum og enginn veit hvað veldur

Hryllingur í sænskri verksmiðju – Starfsmenn deyja hver á fætur öðrum og enginn veit hvað veldur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveir menn dæmdir í fangelsi fyrir færslur á samfélagsmiðlum sem hvöttu til ofbeldisverka

Tveir menn dæmdir í fangelsi fyrir færslur á samfélagsmiðlum sem hvöttu til ofbeldisverka
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðbrögð ónæmiskerfisins við COVID-19 geta skýrt af hverju sumir sleppa við smit

Viðbrögð ónæmiskerfisins við COVID-19 geta skýrt af hverju sumir sleppa við smit
Pressan
Fyrir 3 dögum

JD Vance vill henda 20 milljón innflytjendum úr landi og gefa atkvæðum barnafjölskyldna meira vægi en barnlausra

JD Vance vill henda 20 milljón innflytjendum úr landi og gefa atkvæðum barnafjölskyldna meira vægi en barnlausra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta krabbameinslæknar meðal hinna látnu í mannskæðu flugslysi í Brasilíu

Átta krabbameinslæknar meðal hinna látnu í mannskæðu flugslysi í Brasilíu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Framboð Trump hakkað – Dularfullur maður sem kallar sig Robert sendir gögn á fjölmiðla og Trump kennir Íran um málið

Framboð Trump hakkað – Dularfullur maður sem kallar sig Robert sendir gögn á fjölmiðla og Trump kennir Íran um málið