fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Hefja manndrápsrannsókn í kjölfar flóðanna í Belgíu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. júlí 2021 22:00

Mikið tjón varð af völdum flóðanna. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn er hafin á hvort einhver beri ábyrgð á því að 38 manns létust í miklum flóðum í Belgíu fyrr í mánuðinum. Í tilkynningu frá saksóknaraembættinu í Liege kemur fram að rannsóknin beinist að því hvort einhver hafi gerst sekur um manndráp af gáleysi með því að sýna ekki af sér nægilega framsýni eða aðgát.

The Guardian skýrir frá þessu. Liege, sem er í frönskumælandi hluta Vallóníu, fór verst út úr flóðunum.

Nú þegar hafa ýmsar vangaveltur verið uppi um flóðin og afleiðingar þeirra. Meðal annars hefur því verið velt upp hvort flóðaviðvörunarkerfi hafi brugðist. Sumir þeirra sem lentu í flóðunum segjast ekki hafa fengið neinar viðvaranir um að flóðgáttir stíflu í Eupen væru opnar og hefðu verið opnaðar áður en búið var að flytja alla íbúa á brott.

Hópur almennra borgara er einnig sagður vera að íhuga málshöfðun gegn ríkisvaldinu fyrir að hafa ekki veitt þeim þá vernd sem ríkinu ber að veita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zelensky gagnrýnir Trump harðlega: „Það er ekki hægt að taka slíkt alvarlega“

Zelensky gagnrýnir Trump harðlega: „Það er ekki hægt að taka slíkt alvarlega“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ein fremsta tennisstjarna heims brotnaði niður þegar hún sá hver var í stúkunni

Ein fremsta tennisstjarna heims brotnaði niður þegar hún sá hver var í stúkunni