fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Pressan

Gildar bankabækur Dana

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. júlí 2021 19:00

Krónurnar streymdu yfir Eyrarsund.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að bankabækur Dana séu ansi gildar þessi misserin. Innlán þeirra eru nú þau þriðju hæstu í sögunni. Samtals eiga þeir 1.038 milljarða danskra króna á bankareikningum sínum en það jafngildir rúmlega 20.000 milljörðum íslenskra króna.

Þetta kemur fram í nýju tölum frá danska seðlabankanum og miðast þær við stöðuna í júní. Frá maí og fram í júní lækkuðu innistæðurnar þó um 2,7 milljarða. Innistæðurnar fóru yfir 1.000 milljarða vorið 2020 og jukust um 45 milljarða á síðasta ári.

Ástæðan fyrir þessari aukningu innlána er að fólk gat ekki eytt eins miklum peningum og það er vant vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og að auki fengu margir greiddar út töluverðar upphæðir af orlofsfé sem átti í raun að geyma þar til fólk byrjaði töku eftirlauna. Ákveðið var að greiða þessa peninga út til að örva efnahagslífið og reyna að ýta undir neyslu fólks.

Innlánin náðu sögulegu hámarki í apríl á þessu ári þegar þau komust í 1.051 milljarða en eftir það byrjaði fólk greinilega að ganga á innistæður sínar og í júní voru þær komnar niður í 1.038 milljarða. Þetta svarar til þess að hver Dani eigi að meðaltali 223.000 krónur, sem svarar til um 4,4 milljóna íslenskra króna, í banka. En auðvitað er það ekki þannig því eignunum er misskipt.

Vextir eru mjög lágir í Danmörku og samkvæmt tölum frá seðlabankanum þá voru 310 milljarðar af 1.038 milljörðum á reikningum sem báru neikvæða vexti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin