„Ég er ekki á móti bóluefnum og lyfjum ef nægileg gögn liggja að baki þeim. En það er ekki enn þannig með kórónuveirubóluefnin og þess vegna vil ég ekki að börnin mín verði tilraunadýr þar sem einhverju, sem gerir framtíð þeirra óvissa, verði sprautað í þau,“ hefur B.T. eftir honum.
Af þessum sökum hefur Rikke nú sótt um fullt forræði yfir börnunum en þau hafa verið með sameiginlegt forræði fram að þessu. „Það er ekki ég sem vil láta bólusetja börnin, þau vilja það sjálf. Þau eiga sjálf að ráða þessu því þau eru orðin þetta gömul. Ég neyði þau ekki til neins og myndi aldrei gera það,“ hefur B.T. eftir Rikke sem bætti við: „Við förum fyrir dóm svo ég geti fengið fullt forræði og börnin geti tekið sína eigin ákvörðun. Það er það sem þetta snýst um. Þetta vilja börnin en það virðir hann ekki.“
Kim staðfesti að börnin vilji sjálf láta bólusetja sig en sagðist ekki telja að þau séu nægilega gömul til að geta sett sig inn í „þessa sýningu sem nú er í gangi“ því hann telur að samfélagslegur þrýstingur sé mikill um að láta bólusetja sig og að almenningur fái ekki allar upplýsingar um bóluefnin.
Börnin búa hjá móður sinni og að sögn Rikke og Kim þá vilja þau ekki lengur eiga samskipti við föður sinn vegna málsins.